• 29.9.2020, 17:00 - 18:00, Fjarfundur á Facebook

Íbúafundur um umferðaröryggismál í Garðabæ

  • Undirgöng undir Arnarneshæð

Kynningarfjarfundur um umferðaröryggismál í Garðabæ verður haldinn þriðjudaginn 29. september kl. 17 í lok Samgönguviku. 

Þriðjudaginn 29. september kl. 17:00 verður kynningar-fjarfundur um umferðaröryggismál í Garðabæ. (ATH fundurinn var auglýstur 22. sept en frestað um viku)

Fundurinn verður í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Garðabæjar.
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.

  • Markmiðið með fundinum er að gefa íbúum innsýn í vinnu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar. Íbúar fá tækifæri til að senda inn spurningar og ábendingar á meðan á fundinum stendur.
  • Umferðaröryggi snýst að miklu leyti um hegðun íbúa í umferðinni en einnig um gatnakerfi, hraðatakmarkandi aðgerðir og ferðavenjur.
  • Kynntur verður ábendingavefur sem verður opinn fram í miðjan október þar sem hægt verður að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum. Virk þátttaka íbúa skiptir máli og ábendingar íbúa eru mikilvægur grundvöllur fyrir bætt umferðaröryggi.


Verið velkomin að fylgjast með fjarfundinum og taka þátt.

Fundurinn er hluti af Samgönguviku sem verður haldin dagana 16.-22. september 2020. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar ,,Veljum grænu leiðina". 

Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land.

Fésbókarsíða SAMGÖNGUVIKU.

Auglýsing - dagskrá í Garðabæ