• 25.11.2021, 17:00 - 18:30, Álftanesskóli

FRESTAÐ -Íbúafundur vegna skipulags í kynningu

Kynningarfundur vegna skipulags í kynningu verður haldinn í nýjum samkomusal Álftanesskóla fimmtudaginn 25. nóvember kl. 17:00-18:30.

ATH. Fundinum hefur verið frestað fram yfir áramót vegna samkomutakmarkana.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögur að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt og deiliskipulagi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynningarfundur verður haldinn í nýjum samkomusal Álftanesskóla fimmtudaginn 25. nóvember kl. 17:00-18:30. Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu Garðabæjar. Athugið að grímuskylda verður á fundinum.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is.