• 12.11.2025, 20:00, Sveinatunga

Iceland Noir í Garðabæ

Spennandi höfundar fjalla um bækurnar sínar í Sveinatungu.

Spennandi höfundar fjalla um bækurnar sínar í Sveinatungu. Liður í bókmenntahátíðinni sem fjallar um myrkrið á ýmsan máta. 

Að þessu sinni koma fram rithöfundarnir Chris Whitaker, Stefan Ahnem auk leikarans Will Tudor.

Chris Whitaker er breskur höfundur bókarinnar All The Colours of The Dark sem rataði á metsölulista New York Times og Sunday Times. Hann hefur einnig skrifað bækurnar We Begin at the End, Tall Oaks og All the Wicked Girls sem hafa einnig notið fádæma vinsælda. 

Stefan Ahnhem er einn af vinsælustu norrænu glæpasagna höfundur samtímans. Auk þess að skrifa bækur hefur Stefan starfað sem farsæll handritshöfundur í meira en tvo áratugi. 

Will Tudor er breskur leikari sem fæddist inn í læknafjölskyldu en kaus að helga sig leiklist í stað þess að í fótspor foreldra sinna og læra læknisfræði. Hann nam leiklist við Royal Central School of Speech and Drama og útskrifaðist þaðan árið 2011. Leikferill hans er til marks um að sú ákvörðun hafi verið árrétt en Will hefur meðal annars leikið hlutverk í Game of Thrones, Humans, Industry og Shadowhunters, og nú nýlega í Wolf Hall: The Mirror and the Light og Moonflower Murders á BBC.
Untitled-design-6-_1762251984127