• 25.4.2019 - 27.4.2019, Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju

Jazzhátíð Garðabæjar 25.-27. apríl 2019

  • Jazzhátíð Garðabæjar 2019
  • Kvintett Arnold Ludvig

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í fjórtánda sinn vorið 2019 dagana 25.-27. apríl. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með mörgum af bestu jazztónlistarmönnum landsins.

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í fjórtánda sinn vorið 2019 dagana 25.-27. apríl.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar.

Á jazzhátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með mörgum af bestu jazztónlistarmönnum landsins. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fésbókarsíða Jazzhátíðar Garðabæjar.

Dagskrá Jazzhátíðar Garðabæjar 2019

Fimmtudagur 25. apríl - Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju, kl 20:30
Bjössi Thor og Unnur Birna – uppáhaldslögBjössi Thor og Unnur Birna

- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
Björn Thoroddsen hefur verið einn af þekktari jazzmönnum þjóðarinnar um langt árabil. Unnur Birna hefur getið sér gott orð í leikhúsi og víðar fyrir framúrskarandi söng og fiðluleik. Þau flytja lög sem hafa haft áhrif á þau gegnum tíðina og mótað sem tónlistarmenn. 
Björn Thoroddsen: gítar, Unnur Birna Bassadóttir: söngur og fiðla
Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar

Föstudagur 26. apríl – Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju, kl 20:30
Kvintett Arnold Ludvig – færeyskur frumkrafturKvintett Arnold Ludvig
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
Rafbassaleikarinn Arnold Ludvig er í hópi fremstu tónlistarmanna Færeyinga. Hann hefur sett saman kvintett með fjórum kanónum Íslandsjazzins. Fusion, funk og blús blandast við fjölbreytta jazzlitaflóru grípandi lagasmíða Ludvigs.
Arnold Ludvig: rafbassi, Sigurður Flosason: altó saxófónn, Jóel Pálsson: tenor saxófónn, Kjartan Valdemarsson: píanó, Einar Scheving: trommur
Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar

Laugardagur 27. apríl – Jónshús, Strikið 6, kl 14:00
Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur – standardar í toppflutningiKristjana Stefánsdóttir
Ein af okkar allra bestu jazzsöngkonum flytur hefðbundinn og aðgengilegan jazz ásamt fríðu föruneyti.
Kristjana Stefánsdóttir: söngur, Tómas Guðni Eggertsson: píanó, Þórður Högnason: kontrabassi, Birkir Freyr Matthíasson: trompet
Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 



Laugardagur 27. apríl – Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju, kl 16:00
Kvartett Kjarr – latin og swingKvartettinn Kjarr
Kvartettinn flytur latin-skotin lög eftir Jakob Hagedorn Olsen í bland við hefðbundna jazz standarda.
Jakob Hagedorn Olsen: gítar, Helgi Rúnar Heiðarsson: saxófónn, Guðjón Steinar Þorláksson: kontrabassi, Jón Óskar Jónsson: trommur
Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar

Laugardagur 27. apríl – Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl 20:30
Arctic Swing Quintet – rífandi sveifla af gamla skólanumArctic Swing Quintet

- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
Vönduð, klassísk sveiflutónlist listilega framsett!
Haukur Gröndal: saxófónn og klarinett, Snorri Sigurðarson: trompet, Ásgeir Ásgeirsson: gítar, Haraldur Ægir Guðmundsson: kontrabassi, Erik Qvick: trommur.
Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar