• 16.12.2018, 20:00, Vídalínskirkja

Jóla- og styrktartónleikar Gospelskórs Jóns Vídalíns kl. 20

  • Gospelkór Jóns Vídalíns

Sunnudaginn 16. desember kl. 20.00 mun Gospelkór Jóns Vídalíns ásamt Vídalínskirkju halda jóla- og styrktartónleika í Vídalínskirkju. 
Miðaverð er 2.000 kr og allur aðgangseyrir mun renna óskiptur til Minningarsjóðsins Örninn. Frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri. 

Sunnudaginn 16. desember kl. 20.00 mun Gospelkór Jóns Vídalíns ásamt Vídalínskirkju halda jóla- og styrktartónleika í Vídalínskirkju.
Miðaverð er 2.000 kr og allur aðgangseyrir mun renna óskiptur til Minningarsjóðsins Örninn. Frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri.

Gospelkórinn mun flytja bland af gömlu og nýju efni í glæsilegum útsetningum og halda uppi fjörinu ásamt hljómsveit undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar líkt og þeim einum er lagið.

Ekki missa af fjörugum tónleikum með glæsilegu tónlistarfólki og styrkja gott málefni í leiðinni.

Minningarsjóðurinn Örninn
Hvert er markmið sjóðsins:
Markmiðið er að auka tækifæri barna og unglinga til úrvinnslu eftir missi ástvinar. Farið er í sumarbúðir eina helgi á ári og svo eru fjórar samverur yfir vetrartímann í safnaðarheimili Vídalinskirkju.
Markmið sumarbúðarbúðanna er:
1. Skapa vettvang fyrir börn og unglinga að koma og segja sögu sína í öruggu umhverfi.
2. Vettvangur fyrir börn og unglinga að hitta önnur ungmenni sem eru í sömu sporum.
3. Staður þar sem unga fólkið lærir að búa til verkfæri til að takast á við daglegt líf.
4. Staður þar sem má líka hafa gaman saman.
5. Staður til að hjálpa unga fólkinu að nálgast sorgina á heilbrigðan máta.
6. Staður þar sem unga fólkið lærir að þau eru ekki ein
7. Staður þar sem þau fá tækifæri til að heiðra minningu látinna ástvina sinna.
Viðburðurinn á Facebook