• 15.11.2025, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Jólabókaspjall barnanna á Garðatorgi 7

Ungir sem aldnir eru innilega velkomnir á jólabókaspjall barnanna í aðdraganda jólanna. Í ár mæta rithöfundarnir Sævar Helgi Bragason (Miklihvellur) ásamt Önnu Bergljótu Thorarensen og Andreu Ösp Karlsdóttur (Skjóða fyrir jólin).

Laugardaginn 15. nóvember klukkan 13:00.

Dagskrá: 

Kl. 13:00
Hvernig var alheimurinn til? Út í hvað er hann að þenjast?
Sævar Helgi Bragason mætir með bók sína Miklihvellur og fræðir okkur um undur alheimsins.
Kl. 13:25
Skjóða er dóttir tröllskessunnar Grýlu sem tannburstar sig bara einu sinni á ári og tröllkarlsins Leppalúða sem bakar bestu kanilsnúða í heimi. Skjóða á fleiri en 100 systkini og 13 þeirra þekkir þú vel því jólasveinarnir eru bræður hennar Skjóðu. Þessi saga hefst í Grýluhelli þar sem Skjóða er að undirbúa jólin sín en þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum. Nú er baksturinn í uppnámi og allt í drasli í hellinum. Skjóða er alls ekki viss um að jólin muni yfir höfuð koma þetta árið!