• 6.4.2025, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Keramiksmiðja með Hönnu Dís Whitehead

Lærum að móta í leir þau form, hluti og verur sem okkur dreymir um.

Hanna Dís Whitehead hönnuður leiðir könnunarleiðangur um möguleika keramiks. Lærum að móta í leir þau form, hluti og verur sem okkur dreymir um.

Verk Hönnu eru staðsett á landamærum hönnunar, listar og handverks. Ferlinu er leyft að ráða ferðinni og farið er á milli mismunandi efna svo sem viðar, textíls og keramikur innan sömu hugmyndar.

Smiðjan er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafnsins og Menningar í Garðabæ. Börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í fjölbreytt fög hönnunar og listhandverk undir handleiðslu fagfólks. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.