• 24.1.2023, 10:30, Bókasafn Garðabæjar

Klassíski leshringurinn

Klassíski leshringur Bókasafns Garðabæjar hittist annan hvern þriðjudag kl.10:30-12 á tímabilinu janúar til apríl í lesstofu bókasafnsins Garðatorgi 7.

Klassíski leshringur Bókasafns Garðabæjar hittist annan hvern þriðjudag kl.10:30-12 á tímabilinu janúar til apríl í lesstofu bókasafnsins Garðatorgi 7.

Meðlimir spjalla um rithöfunda og bækur, lífið og tilveruna og lesa saman fræðslutexta um efnið. Þemað þessa önn er: Séra Jakob Jónsson og fjölskylda, ástandið, eftirstríðsárin, ferðasögur, ástin og lífsreynslan!
Fjallað verður um ritverk eftir fjölskyldumeðlimi Jakobs Jónssonar og Þóru Einarsdóttur, s.s. Jökul Jakobsson, Jóhönnu Kristjónsdóttur, Unni Þóru, Illuga, Hrafn og Elísabetu Jökulsbörn, Svövu Jakobsdóttur, Jón Hnefil Aðalsteinsson og Jakob S. Jónsson. Lesnar verða bækur um hernámsárin, ástandið, lífsreynslusögur sem tengjast á einhvern hátt þessu tímabili og skáldsögur eftirstríðsáranna.
Umsjónarmaður er Rósa Þóra Magnúsdóttir.