• 2.10.2022, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Knipl, hvað er nú það? Fjölskyldusmiðja á Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 2. október kl. 13 fer fram fjölskyldusmiðja á Hönnunarsafni Íslands þar sem viðfangsefnið er knipl.

Sunnudaginn 2. október kl. 13 fer fram fjölskyldusmiðja á Hönnunarsafni Íslands þar sem viðfangsefnið er knipl.

Það er Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands sem kennir kniplið en einföld takka-blúnda verður gerð en slíkar blúndur má sjá á íslenskum þjóðbúningum.

Alls 8 kniplbretti verða í notkun í einu en einnig verður gerð flóknari blúndu sýnd og til þess notað forláta kniplbretti.

Að sögn Kristínar Völu geta allir lært að knipla, sérstaklega krakkar. Handverkið lítur út fyrir að vera flókið þó grunnaðferðin sé einföld en knipl hefur verið stundað frá 17. öld á Íslandi en er upprunnið á 15. öld á Ítalíu.

Þátttaka í kniplsmiðjunni er ókeypis.