• 7.5.2019, 17:30, Urriðaholtsskóli

Kynningarfundur um forkynningu á deiliskipulagstillögu í Urriðaholti, austurhluti II og viðskiptahverfi

Almennur kynningarfundur um forkynningu á deiliskipulagstillögu austurhluta II og viðskiptahverfis Urriðaholts verður haldinn þriðjudaginn 7. maí í Urriðaholtsskóla og hefst hann klukkan 17:30.

Almennur kynningarfundur um forkynningu á deiliskipulagstillögu austurhluta II og viðskiptahverfis Urriðaholts verður haldinn þriðjudaginn 7. maí í Urriðaholtsskóla og hefst hann klukkan 17:30.

Á fundinum verður tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað fyrir umræður. Auk kynningarinnar á deiliskipulagstillögunni verður einnig almenn kynning á áherslum hverfisins.

Deiliskipulagstillagan nær til svæðis fyrir nýja íbúðarbyggð og atvinnustarfsemi norðan við Urriðaholtsstræti, auk útivistarsvæðis næst Flóttamannavegi. Einnig felur tillagan í sér endurskoðun á hluta af deiliskipulagi fyrsta áfanga Urriðaholts, sem kallað er Viðskiptastræti og náði yfir Urriðaholtsstræti 6-8 og næstu hús.

Sjá nánar í auglýsingu um tillöguna hér. 

Forkynning stendur til 31. maí 2019. Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta er gefinn kostur á því að koma með ábendingar sem verða teknar til umfjöllunar við endanlega mótun tillögunnar. Skal þeim skilað í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7,  eða senda þær með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir 31. maí 2019.

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.