Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Urriðaholt. Austurhluti II og Viðskiptastræti
Forkynning deiliskipulagstillögu og íbúafundur
Urriðaholt, austurhluti II og viðskiptahverfi. Forkynning deiliskipulagstillögu og íbúafundur 7. maí.
Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur vísað tillögu að deiliskipulagi austurhluta II og viðskiptahverfis Urriðholts til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan nær til svæðis fyrir nýja íbúðarbyggð og atvinnustarfsemi norðan við Urriðaholtsstræti, auk útivistarsvæðis næst Flóttamannavegi. Einnig felur tillagan í sér endurskoðun á hluta af deiliskipulagi fyrsta áfanga Urriðaholts, sem kallað er Viðskiptastræti og náði yfir Urriðaholtsstræti 6-8 og næstu hús.
- Skýringaruppdráttur - forkynning
- Gögn frá kynningarfundi 7. maí - glærukynning
- Umfjöllun um landslagsmál í Urriðaholti
- Snið
- Þrívíddarmyndir
- Hæð og hönnun skjólveggja
Forkynning stendur til 31. maí 2019, en á meðan á henni stendur er tillagan aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og á vef Urriðaholts, www.urridaholt.is. Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta er gefinn kostur á því að koma með ábendingar sem verða teknar til umfjöllunar við endanlega mótun tillögunnar. Skal þeim skilað í þjónustuver eða senda þær með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir 31. maí 2019.
Almennur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 7. maí í Urriðaholtsskóla og hefst hann klukkan 17:30.
Á fundinum verður tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað fyrir umræður. Auk kynningarinnar á deiliskipulagstillögunni verður einnig almenn kynning á áherslum hverfisins.
Arinbjörn Vilhjálmsson
Skipulagsstjóri Garðabæjar