Langur fimmtudagur: Guðrún Jónína Magnúsdóttir ræðir nýútkomna bók sína
Rithöfundurinn Guðrún Jónína Magnúsdóttir ræðir nýútkomna bók sína Rokið í stofunni.
Bókasafn Garðabæjar mun bjóða gestum og gangandi í heimsókn á fimmtudagskvöldum í október þar sem verður opið til kl. 21:00.
Að þessu sinni ræðir rithöfundurinn Guðrún Jónína Magnúsdóttir nýútkomna bók sína Rokið í stofunni sem fjallar um þrettán ára stúlku sem er handtekin og dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði árið 1942. Jónína mun ræða um Ungmennadómstólinn, Jóhönnu Knudsen og það einelti, dómhörku og afleiðingar fyrir þær stúlkur sem sendar voru á hælið. Á eftir erindi mun Jónína gefa sér tíma í fyrirspurnir, spjall og einnig munu gestir geta fest kaup á bókinni.