• 30.4.2019, 18:45, Bókasafn Garðabæjar

Lauflétti leshringurinn kl. 18:45

Lauflétti leshringurinn er fyrir alla, konur og kalla á öllum aldri í Bókasafni Garðabæjar. Í vetur höfum við verið að lesa vítt og breitt. 

Lauflétti leshringurinn er fyrir alla, konur og kalla á öllum aldri í Bókasafni Garðabæjar. Í vetur höfum við verið að lesa vítt og breitt. 
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 18:45 ætlum við að ræða Baróninn eftir Þórarinn Eldjárn. „Árið 1898 kom til Íslands franskur aðalsmaður: barón Charles Gauldrée Boilleau, stórættaður heimsborgari og hámenntaður listamaður. Hann vonaðist til að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Fyrr en varði hafði hann keypt sér kostajörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hafði þar búskap; götuheitið Barónsstígur í Reykjavík vitnar um að þar kom hann einnig við. Stórbrotnar hugmyndir hans féllu ekki allar í frjóan jarðveg og brátt varð ljóst að háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu illa saman – nútíminn var ekki kominn til Íslands.“