• 19.9.2023, 18:00, Bókasafn Garðabæjar

Lauflétti leshringurinn - Smámunir sem þesir

Lauflétti leshringurinn hittist þriðja þriðjudag í mánuði á Bókasafninu á Garðatorgi 7 klukkan 18. Allir velkomnir.

Þriðjudaginn 19.september verður rætt um bókina Smámunir sem þessir. Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan, eina virtustu skáldkonu Íra, er óvenjulega áhrifamikil saga um von, hugrekki og samlíðan sem farið hefur sigurför um heiminn. Sagan var tilnefnd til hinna virtu Booker-verðlauna árið 2022 og hefur hvarvetna uppskorið lof og vinsældir.

Sjá nánar hér á vef Bókasafns Garðabæjar.