Leiðsögn með dansdæmum
Sigríður Soffía dansari og Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins halda leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn.
Á Alþjóðlega safnadaginn bjóðum við upp á leiðsögn um sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Til gamans ætlum við að skoða nokkur dansdæmi frá tímabilum sem tengjast hlutum á sýningunni. Er mögulega eitthvað samband á milli tíðaranda í hönnun og tíðarandi í dansi?
Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari og Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins sjá um leiðsögnina.