Leshringurinn Lesum saman
Leshringurinn Lesum saman er ætlaður fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára þar sem þau taka með sér eldri lesfélaga (foreldri, ömmu, afa, frænku, frænda, eldri systkini o.s.frv.).
Leshringnum sem verður stýrt af starfsfólki bókasafnsins og hefur þann skemmtilega tilgang að búa til umhverfi þar sem þátttakendur eiga saman gæðastund þar þeir fá aðstoð við að velja sér lesefni og rætt verður saman um bækur á léttum nótum.
Þegar búið er að lesa eina bók saman er hægt að fylla út happamiða sem fer í lukkupott. Dregið verður úr lukkupottinum eftir samveru þann 6. ágúst sem verður vinningurinn svo afhentur á síðustu samverunni þann 13. ágúst.
Leshringurinn verður á hverjum þriðjudegi í sumar frá klukkan 14-15 frá 11. júní til og með 13. ágúst.