Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi
Laugardaginn 1. desember verða ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Asker á Garðatorgi.
Laugardaginn 1. desember verða ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Asker á Garðatorgi.
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar
Dagskrá:
Kl. 16.00 - 16.45
• Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar
• Barnakór leikskólans Hæðarbóls
• Hilmar Ingólfsson, formaður Norræna félagsins í Garðabæ, býður gesti velkomna
• Sendiherra Noregs á Íslandi, Hilde Svartdal Lunde, afhendir tréð. Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar, veitir trénu viðtöku
• Barnakór Hofsstaðaskóla
• Jólasveinar koma í heimsókn
Kl. 12-17 Hönnunarsafn Íslands, ókeypis aðgangur í tilefni dagsins. Verið velkomin á sýningarnar ,,Og andefni – vinnustofusýning“ og ,,Safnið á röngunni með Einari Þorsteini“
Kl. 14.30 Leiksýningin ,,Sigga og skessan í jólaskapi“ í Bókasafni Garðabæjar
Kl. 12-18 Listamenn Grósku verða með opnar vinnustofur og jólalistamarkað í Gróskusalnum við Garðatorg, 2. hæð.
Verslanir opnar á Garðatorgi
Verið hjartanlega velkomin!