Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ
Árleg lokahátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin á Garðatorgi þriðjudaginn 23. júlí nk. frá kl. 17-22. Velkomin á hátíðina!
Kæru bæjarbúar,
Nú er komið að hinni árlegu lokahátíð Skapandi sumarstarfa og lofum við alveg einstaklega metnaðarfullri dagskrá.
Lokahátíð Skapandi sumarstarfa
Þriðjudaginn 23. júlí fara fjölbreyttir viðburðir fram sem marka lok Skapandi sumarstarfa sumarið 2024.
Lokahátíðin hefst kl. 17 með viðburðum á Garðatorgi í hinu svokallaða Betrunarhúsi þar sem Ríó- og Gróskusalur eru til húsa. (Gengið inn af göngugötunni á Garðatorgi 3 upp á 2. hæð)
Mynd og tónverk, myndlist, tónlist, dans og þáttagerð er það sem hópar og einstaklingar hafa unnið að í sumar en dagskráin fer öll fram á Garðatorgi að undanskildum tónleikum gítarleikarans Matthíasar Helga sem fara fram í Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi.
Í Ríósal, Betrunarhúsinu á Garðatorgi:
- Furðulekt frá kl. 17 – 21
Verk Dýrleifar Sjafnar Arnardóttur og Kolbrúnar Huldu Geirsdóttur - Mynd og tónverk eftir Eskil Einarsson frá kl. 17 – 21
- Fregnir herma eftir KjartanLoga Sigurjónsson kl 17:30
- Þetta reddast eftir ÓmarSmára Sigurgeirsson kl. 18:00
- How can we make the circlestraight? Dansverk Project Hofie kl. 19:00
- Úr bók, á staði, í lög. Verkefni Soffíu Petru, Hrannars Mána og Kolbrúnar Óskarsdóttur kl. 21:00
Í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund:
Sjá upplýsingar um lokahátíð Skapandi sumarstarfa hér á facebook.
Skapandi sumarstörf eru starfrækt yfir sumartímann ár hvert í Garðabæ. Þar gefst ungu fólki kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum.
Fylgist með Skapandi sumarstörfum á Facebook og Instagram til að kynnast stórglæsilegu hópunum sem vinna hart að verkefnunum sínum í sumar.