Lokatónleikar Jazzþorpsins
Lokatónleikar á stóra sviði Jazzþorpsins í Garðabæ eru tileinkaðir Hauki Morthens.
Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans leika með söngvurunum Ellen Kristjánsdóttur, Elínu Hall, Júníusi Meyvant og Sigurði Guðmundssyni.
Hljómsveit Eyþórs Gunnarssonar skipa auk Eyþórs sem leikur á flygil: Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassi, Matthías MD Hemstock trommur og Óskar Guðjónsson saxófónn.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.