• 18.9.2019, 18:00 - 20:00, Bessastaðir

Lýðheilsuganga umhverfis Bessastaðatjörn

  • Bessastaðir

Miðvikudaginn18. september kl. 18 er hist á bílastæði við Kasthúsatjörn og svo gengið meðfram sjávarsíðunni og umhverfis Bessastaðatjörn á Álftanesi. Það er alltaf hressandi að finna seltuilm í lofti og heyra sjávarniðinn. Leiðin er greiðfær og gengið á stígum alla leið. 

Miðvikudaginn 18. september verður ganga meðfram sjávarsíðunni og umhverfis Bessastaðatjörn á Álftanesi. Það er alltaf hressandi að finna seltuilm í lofti og heyra sjávarniðinn. Leiðin er greiðfær og gengið á stígum alla leið.

Mæting á bílastæðið við Kasthúsatjörn kl. 17:55.
Gangan hefst kl. 18.
Leiðsögumaður: Einar Skúlason
Vegalengd: rúmir 6 km
Hækkun: óveruleg
Göngutími: 1,5-2 tímar
Gangan 18. september er jafnframt í samstarfi við SÍBS og Vesen og vergang.

Allir velkomnir.

Gangan á facebook síðu Garðabæjar

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september. Alla miðvikudaga getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land. Þetta er þriðja árið í röð sem blásið er til þessa átaks en göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum.
Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem eru uþb 60-90 mínútur að lengd. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.