Mynstrað matarboð
Hönnuðurnir Katla Einarsdóttir og Patrekur Björgvinsson setja sig í hlutverk gestgjafa og skoða hvernig mynstrin geta mætt þrívídd og æti og hvaða samtal það býður upp á.
Matarboð í smiðju Hönnunarsafnsins þar sem framsetning matar tekur mið af Skraf mynstrunum.
Hönnuðurnir KE&PB (Katla Einarsdóttir og Patrekur Björgvinsson) setja sig í hlutverk gestgjafa og skoða hvernig mynstrin geta mætt þrívídd og æti og hvaða samtal það býður upp á. Fer það samtal fram í mynstri? Við biðjum gesti að hafa ekki olnboga uppi á borðum, teygja sig ekki yfir matarborðið og í Guðs bænum tölum ekki með fullan munninn!
Öll velkomin, þarf ekki að bóka / no need to book just turn up
Dinner party at the Design Museum where food is presented as Skraf patterns. The designers KE&PB (Katla Einarsdóttir and Patrekur Björgvinsson) play the role of hosts and explore the possibilities of patterns, conversations and food. Will the dinner conversations communicate through patterns?
We ask guests to keep their elbows off the table, don't lean over the food and for the love of God do not speak with your mouth full!
Ljósmynd / Photo : Studio Fræ