• 1.12.2020 - 24.12.2020

Netsýning Grósku á aðventu

  • Gróska - félag myndlistarmanna í Garðabæ

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, er í hátíðarskapi og setur upp sýningu á netinu í tilefni aðventunnar. Sýningin stendur yfir 1.-24. desember og birtast fjölbreytt verk Gróskufélaga á fésbókarsíðu Grósku og á instagram. 

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ,  er í hátíðarskapi og setur upp sýningu á netinu í tilefni aðventunnar. Sýningin stendur yfir 1.-24. desember og birtast fjölbreytt verk Gróskufélaga á fésbókarsíðu Grósku og á instagram. 

Á árinu sem er að líða hefur Gróska þurft að aflýsa sýningum og viðburðum. Til að bæta fyrir þetta efnir félagið nú öðru sinni í ár til netsýningar. Þessi erfiði tími hefur blásið sköpunarkrafti Gróskufélaga byr undir báða vængi og sýnishorn af afrakstrinum má sjá á sýningunni.

Gróska hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til menningar og lista á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar árið 2019. Í viðurkenningunni fólst staðfesting á því að Garðabær metur mikils hið óeigingjarna og framsækna hugsjónastarf Grósku til að byggja upp einstakt menningarstarf félagsins. Starfsemi Grósku hefur sett skýrt mark á menningarsögu Garðabæjar og átt mikinn þátt í að efla myndlist og menningu innan bæjarfélagsins.

Fylgist með Grósku og netsýningunni á:
https://www.facebook.com/groska210
https://www.instagram.com/groskamyndlist/