• 18.9.2025, 19:00, Bókasafn Garðabæjar

Norræni leshringurinn hefur göngu sína

Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við Norræna félagið í Garðabæ býður upp á leshring með áherslu á bækur norrænna rithöfunda sem hafa komið út í íslenskri þýðingu. Leshringurinn hefur göngu sína 18. september.

Leshringurinn hefur göngu sína 18. september og enn eru laus pláss.

Norræni leshringurinn  mun hittast þriðja fimmtudag í mánuði klukkan 19.00. Bækurnar Elsku Poona eftir Karin Fossum og Dúkkuverksmiðjan eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur eru fyrstar á dagskrá leshringsins.

Skráning er nauðsynleg en þátttaka er ókeypis.

Frekari upplýsingar má nálgast á bókasafninu og á vef og samfélagsmiðlum Bókasafns Garðabæjar.