• 15.1.2026, 17:00 - 18:00, Bókasafn Garðabæjar

Ókeypis vinnustofa með Dale Carnegie

Þínar bestu venjur 2026 er ókeypis vinnustofa með Dale Carnagie sem haldin verður á bókasafninu.

Að líða vel og ná árangri í starfi, námi eða í einkalífinu byggist á góðum venjum. Umhverfi okkar breytist stöðugt sem þýðir að við erum sífellt í nýjum aðstæðum og þá er snjallt að skoða hvaða venjur við höfum í dag og hvort það sé eitthvað sem við viljum venja okkur af og hvort við viljum taka upp nýjar venjur árið 2026?

Dale Carnegie í samvinnu við Bókasafn Garðabæjar býður upp á ókeypis vinnustofu sem byggð er á metsölu bókunum Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu.

Fólki gefst kostur á að heyra sögur af fólki sem hafa gert skemmtilega hluti og hvaða venjur þau hafa notað og í framhaldi að skoða sínar venjur og drauma fyrir næsta ár.

Vinnustofan er létt og skemmtileg og er ætluð öllum 15 ára og eldri. Öll sem koma fá eintak af Gullnu bók Dale Carnegie.

Viðburður á Facebook