• 6.6.2021, 12:00 - 17:00, Krókur á Garðaholti
  • 13.6.2021, 12:00 - 17:00, Krókur á Garðaholti
  • 20.6.2021, 12:00 - 17:00, Krókur á Garðaholti
  • 27.6.2021, 12:00 - 17:00, Krókur á Garðaholti

Opið hús í burstabænum Króki á Garðaholti

  • Krókur á Garðaholti

Burstabærinn Krókur á Garðaholti er opinn alla sunnudaga í sumar (júní, júlí, ágúst) frá kl. 12-17.

Krókur á facebook

Sunnudaginn 6. júní hefjast sumarmessur í Garðakirkju en sumarsunnudagaskóli fyrir börn verða í vinnustofunni á Króki og hefst klukkan 11:00. Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður boðið uppá messukaffi í hlöðunni við Krók. Rúna safnvörður á Króki tekur vel á móti gestum en safnið er opið frá klukkan 12-17 og aðgangur ókeypis.

Um burstabæinn Krók

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjörgu Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til ársins 1985.

Tilvalið er að fara í göngutúr um Garðaholtið og koma við í Króki í leiðinni einnig er hægt að leggja bílum við samkomuhúsið á Garðaholti (Krókur er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu) við gatnamót Garðavegar og Garðaholtsvegar.

Sjá nánari upplýsingar um Krók hér.

Sumarmessur í Garðakirkju og sunnudagaskóli í Króki

Í sumar er bærinn Krókur í samstarfi við Sumarmessur í Garðakirkju og alla sunnudaga í sumar verður messa í Garðakirkju kl. 11. Á meðan á sumarmessum stendur verður sunnudagaskóli fyrir börn í Króki og hefst sunnudagaskólinn kl. 11 alla sunnudaga.

Að lokinni sumarmessu verður boðið upp á veitingar í hlöðunni við Krók og jafnvel óvæntar uppákomur. Krókur er í göngufæri frá Garðakirkju.
Sumarmessur í Garðakirkju er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, þ.e. Ástjarnar-, Hafnarfjarðar-, Víðistaða-, Bessastaða-, Vídalíns- og Fríkirkjunnar.