• 10.3.2020, 17:00, Flataskóli

Opið hús vegna innritunar nemenda í Flataskóla

  • Flataskóli

Grunnskólarnir í Garðabæ bjóða í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna. Gestum gefst þá kostur á að skoða skólana í fylgd starfsmanna og/eða nemenda.

Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum einnig að koma í heimsóknir á öðrum tíma. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólanna sé óskað eftir því. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margs konar fróðleik um skólastarfið.

Upplýsingar um innritun fyrir skólaárið 2020-2021.

FLATASKÓLI
Börn sem hefja nám í 1. bekk næsta haust og foreldrar þeirra eru velkomnir í Flataskóla til að kynna sér starfið. Opið hús verður í skólanum þriðjudaginn 10. mars klukkan 17:00. Áhugasamir eru einnig velkomnir í heimsókn á skólatíma í samráði við stjórnendur. Hafið þá vinsamlegast samband á undan á netföngin olofs@flataskoli.is eða helgam@flataskoli.is.

Kynning á starfi í 5 ára bekk fyrir foreldra og forráðamenn verður þriðjudaginn 3. mars klukkan 17:00 í Flataskóla. Áhugasamir eru einnig velkomnir á öðrum tíma en eru þá hvattir til að hafa samband áður á netfangið olofs@flataskoli.is eða fanney@flataskoli.is
S. 513 3500
flataskoli.is