Opnun á sýningunni Fallegustu bækur í heimi
Á sýningunni eru þær 14 bækur sem hlutu viðurkenningu og verðlaun í samkeppninni Fallegustu bækur í heimi árið 2024.
Sýningin samanstednur af þeim 14 bókum sem hlutu viðurkenningu og verðlaun í samkeppninni Fallegustu bækur í heimi árið 2024 / Best Book Design from all over the World sem hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.
Árið 2024 var það bókin Walking as Research Practice sem hlaut svokallað GOLDEN LETTER sem er hæsta viðurkenningin. Verkið hafði áður hlotið viðurkenningu í hollenskri og svissneskri samkeppninni um bókahönnun. Hönnuður bókarinnar er Jana Sofie Liebe, höfundur bókarinnar er Lynn Gommes og útgefnadi Soapbox.
Jana Sofie Liebe verður viðstödd opnuna og mun halda 3,5 tíma námskeið föstudaginn 24. janúar undir yfirskrftinni Sjáðu! Bækur (miðar á tix.is) og fyrirlestur í safninu sunnudaginn 26. janúar kl. 13.
Velkomið er að fletta bókunum á sýningunni. Sýningin er sett upp í samstarfi við FÍT og Stiftung Buchkunst