• 6.9.2024, 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Opnun á sýningunni Ull

Hönnuðirnir Maja Siska og Judith Amalía Jóhannsdóttir sýna textílverk.

Sýningin er sú þriðja í röðinni af sýningum sem haldnar eru í ár í samstarfi við Textílfélagið en félagið fagnar 50 ára afmæli á árinu.

Að þessu sinni eru það verk eftir hönnuðina Maju Sisku og Judith Amalíu Jóhannsdóttur sem hafa verið valin undir yfirskriftinni Ull.

Sýningin stendur yfir til 27. október.