• 30.5.2020, 12:00 - 14:00, Bókasafn Garðabæjar

Opnunarhátíð Sumarlesturs - dr Bæk mætir

Opnunarhátíð Sumarlesturs verður haldin laugardaginn 30.maí, kl.12-14 í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7.

Á opnunarhátíðinni hefst skráning í Sumarlestur bókasafnsins, lestrardagbækur verða afhentar og Dr.Bæk mætir á torgið og yfirfer hjólin. Börn á grunnskólaaldri og yngri börn sem eru farin að lesa sjálf geta tekið þátt í sumarlestrarátakinu. 

Hægt er að skrá sig allt sumarið og leyfilegt er að lesa hvað sem er. Á föstudögum verður lestrarhestur vikunnar dreginn úr umsagnarmiðunum sem þátttakendur fylla út og fær hann bók í verðlaun. Uppskeruhátíð sumarlestursins verður haldin laugardaginn 22.ágúst í bókasafninu á Garðatorgi. 

Þá verða þrír duglegir lestrarhestar dregnir úr lukkukassanum og allir virkir þátttakendur fá verðlaun. Lesum saman í sumar! 

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar. 

Vefsíða Bókasafns Garðabæjar