• 23.4.2025, Bókasafn Garðabæjar

Plokkbingó bókasafnsins

Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á plokkbingó síðasta vetrardag.

Hægt verður að nálgast plokkstangir, poka og bingóspjöld allan daginn og bókasafnið mun svo, frá klukkan 16:00-18:00, bjóða upp á stórglæsilega ruslaköku, djús og kaffi fyrir áhugasama og duglega plokkara.

Klukkan 18:00 verða svo þrír vinningshafar dregnir úr skiluðum bingóspjöldum og fá glaðning að launum. 

Vika 17 á uppruna sinn að rekja til Danmerkur en er í dag að finna á öllum Norðurlöndunum. Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á heimsmarkmidin.is

Litter Bingo for the whole family on week 17. Plucking rods, trash bags and bingo cards will be available for the whole day. From 16-18 the library will offer a magnificent trashcake, juice and coffee for hardworking litter pickers. At 18 we will draw 3 winners from filled Bingo cards.