• 11.6.2020 - 16.6.2020, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Rit- og teiknismiðja Bókasafns Garðabæjar

  • Ritsmiðja Bókasafns Garðabæjar í júní

Bókasafn Garðabæjar býður börnum á aldrinum 9 – 12 ára í rit – og teiknismiðju í byrjun júní

Rit- og teiknismiðja Bókasafns Garðabæjar fyrir 9-12 ára börn fer fram dagana 11. til 16. júní frá fimmtudegi til þriðjudags.  Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg fyrirfram. 

Bergrún Íris, rithöfundur og myndlistarmaður, leiðbeinir í smiðjunni.

Smiðjan verður í fjóra daga og mun fara fram dagana 11., 12., 15. og 16. júní á milli klukkan 10 og 12 í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 á 2. hæð safnsins á Garðatorgi 7.

Allir hjartanlega velkomnir, sama hvar þeir standa í ritfærni.
Farið verður yfir grunntækni þess að byrja skrifa skapandi og við myndskreytingu með texta.

Námskeiðið er ókeypis en það er takmarkað pláss og því er skráning nauðsynleg, sjá nánar um skráningu hér á vef Bókasafns Garðabæjar.