• 15.2.2025, 11:30 - 14:30, Bókasafn Garðabæjar

Roblox: grunnur með Skema

Fjörug smiðja fyrir káta krakka þar sem kennarar frá Skema kynna grunninn í Roblox Studio.

Fróðleg og fjörug smiðja fyrir káta krakka þar sem kennarar frá Skema kynna fyrir þátttakendum grunninn í Roblox Studio, forritunarumhverfi Roblox.
Þátttakendur búa til einfalda leiki og snerta á forritun með Lua forritunartungumálinu. Markmið smiðjunnar er að veita þátttakendum þekkingu og verkfæri til þess að halda áfram heima.

Smiðjan hentar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og gert er ráð fyrir nestispásu frá kl. 13-13:15.
Takmarkað pláss, skráning er nauðsynleg á á þessum hlekk:
https://forms.office.com/e/zF0i5iD0As?origin=lprLink