Rökkvan listahátíð 2024
Listahátíðin Rökkvan fer fram í þriðja sinn þann 12. október.
Rökkvan listahátíð fer fram á göngugötunni Garðatorgi. Dagskráin er ætluð allri fjölskyldunni að njóta saman í hjarta Garðabæjar. Tónlistin verður í fyrirrúmi á hátíðinni, en einnig munu gestir njóta listasýningar í Betrunarhúsinu og verður lista- og handverksmarkaður reistur á torginu.
Dagskrá Rökkvunnar er ókeypis og öll velkomin.