• 7.2.2025, 20:00, Hönnunarsafn Íslands

Safnanótt á Hönnunarsafni Íslands

Safnanótt verður haldin 7. febrúar. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð sem haldin er dagana 6.–9. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1

  • Kl. 20.00 Opnun sýningarinnar Barbie fer í Hönnunarsafnið

Sjö fatahönnuðir hafa skapað sérhönnuð föt á Barbie-dúkkur sem hafa komið sér fyrir á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili.

Ljótikór syngur lög eftir Spilverk þjóðanna.

  • Kl. 21.00 Dönsum með Siggu Soffíu!

Diskókúla, DJ og stuðboltinn Sigga Soffía leiðir dans í Smiðjunni.