Safnanótt í Garðabæ - dagskrá í Hönnunarsafni og Bókasafni
Garðbæingar og aðrir góðir gestir eru velkomnir að njóta dagskrár á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðabæjar á Safnanótt sem fer fram föstudaginn 6. febrúar. Ókeypis er á viðburði á báðum stöðum og öll velkomin.
Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7
- 19.00 - 22.00 Sýning og spádómsspil:
Sýningin Tapað/fundið: gersemar og smotterí. ,,Bókamerki” sem gestir bókasafnsins hafa gleymt í skiluðum bókum til sýnis. Forvitnilegt og skemmtilegt!
Freistaðu gæfunnar. Spádómsspil bókasafnsins sjá inn í framtíð og fortíð. - 20.00-22.00 Tónlistaratriði:
Legally Blonde
Atriði úr söngleiknum með leikfélaginu Verðandi úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Álftnesku tónskáldin
Þórey María E. Kolbeins, klarinettleikari, flytur tónverk eftir Gunnstein Ólafsson, John Anthony Speight, Karólínu Eiríksdóttur og Tryggva M. Baldvinsson. Dagskráin er krydduð með nokkrum skemmtilegum sögum af tónskáldunum - sögur sem Þórey María sankaði að sér úr viðtölum sem hún tók við tónskáldin sumarið 2024. Helga Sigríður E. Kolbeins leikur með á píanó.
Strengjakvartett
Nemendur á framhaldsstigi í Tónlistarskóla Garðabæjar sem mynda strengjakvartett leika verk eftir valinkunn tónskáld.
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1
- 20.00- 22.00 Keramikluktir úr safneign
Örsýning á luktum sem munu prýða sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. - 20.00-21.00 Hljómsveitin Blood Harmony
Notalegir stofutónleikar á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili. Systkinin Ösp, Örn og Björk Eldjárn úr Svarfaðadal mynda hljómsveitina sem leikur tónlist í norrænum þjóðlagastíl. Keramikluktir munu auka enn á notalega stemningu. - 21.00-22.00 DJ skapar stemningu í anddyri safnsins
- 20.00-22.00 Yfirstandandi sýningar:
Hönnunarsafnið sem heimili
Fallegustu bækur í heimi og Íslensku bókahönnunarverðlaunin á Pallinum
Stúdíó Flétta, vinnustofudvöl
Skráning á verkum hönnuðarins Einars Þorsteins Ásgeirssonar í Safninu á Röngunni
