• 16.9.2021 - 22.9.2021, Garðabær

Samgönguvika 16. -22. september

  • Samgönguvika 16. -22. september 2021

Evrópsk samgönguvika verður haldin dagana 16.-22. september 2021.

Evrópsk samgönguvika verður haldin dagana 16.-22. september 2021. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar ,,Veljum grænu leiðina -fyrir umhverfið og heilsuna".
Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni sem fyrr ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land.

Bíllausi dagurinn er í ár haldinn miðvikudaginn 22. september. Á þeim degi eru íbúar sérstaklega hvattir til að nota aðra ferðamáta en einkabílinn.

Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar.