• 16.9.2020 - 22.9.2020

Samgönguvika - Veljum grænu leiðina

  • Samgönguvika 16.-22. september

Evrópsk SAMGÖNGUVIKA verður haldin dagana 16.-22. september 2020. Þriðjudaginn 22. september kl. 17 verður kynningarfjarfundur um umferðaröryggismál í Garðabæ.

Evrópsk SAMGÖNGUVIKA verður haldin dagana 16.-22. september 2020.  Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum.  Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar ,,Veljum grænu leiðina". 
Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land.

Fésbókarsíða SAMGÖNGUVIKU.  

Auglýsing - dagskrá í Garðabæ

Vissir þú að:

  •  Á kortavef Garðabæjar sem er aðgengilegur á gardabaer.is er m.a. hægt að sjá göngustíga og útivistarstíga í bæjarlandinu.
  • Í Wapp-leiðsagnarappinu má finna fjölmargar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir í Garðabæ sem eru ókeypis í boði Garðabæjar. 
  • Í Lundahverfi (norðan við leikskólann Lundaból) er nýleg hjólabraut sem hentar vel fyrir byrjendur sem og lengri komna. Tilvalið fyrir fjölskylduna að prófa brautina saman. 
  • Við Garðatorg, Ásgarðslaug og Álftaneslaug má finna viðgerðarstanda fyrir reiðhjól.
  • Bíllausi dagurinn er haldinn sunnudaginn 20. september. Notum aðra ferðamáta en einkabílinn.

Íbúafundur um umferðaröryggismál í Garðabæ

Þriðjudaginn 22. september kl. 17:00 verður kynningar-fjarfundur um umferðaröryggismál í Garðabæ.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Garðabæjar.

  • Markmiðið með fundinum er að gefa íbúum innsýn í vinnu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar. Íbúar fá tækifæri til að senda inn spurningar og ábendingar á meðan á fundinum stendur.
  • Umferðaröryggi snýst að miklu leyti um hegðun íbúa í umferðinni en einnig um gatnakerfi, hraðatakmarkandi aðgerðir og ferðavenjur. 
  • Kynntur verður ábendingavefur sem verður opinn fram í miðjan október þar sem hægt verður að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum. Virk þátttaka íbúa skiptir máli og ábendingar íbúa eru mikilvægur grundvöllur fyrir bætt umferðaröryggi.


Verið velkomin að fylgjast með fjarfundinum og taka þátt.