Sinfó í sundi
Stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða sýndir í beinni útsendingu í Álftaneslaug.
Klassíkin okkar, tónleikar Sinfó verða 29. ágúst klukkan 20:00 í Eldborg, Hörpu. Bein útsending verður sýnd í Álftaneslaug.
Undanfarinn áratug hefur Klassíkin okkar notið fádæma vinsælda í tónlistarlífi landsmanna en þessir tónleikar eru nú haldnir í tíunda sinn í beinni útsendingu á RÚV.