• 24.7.2019, 19:30, Tónlistarskóli Garðabæjar

Skapandi sumarstarf: Sumartónleikar Önnu Katrínar

  • Anna Katrín Hálfdanardóttir

Anna Katrín Hálfdanardóttir heldur tónleika miðvikudaginn 24. júlí í Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund kl. 19:30. 

Anna Katrín Hálfdanardóttir heldur tónleika miðvikudaginn 24. júlí í Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund kl. 19:30.
Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Schumann, Jón Nordal, Bruch og Beethoven. Með Önnu á tónleikunum verða Richard Simm píanóleikari, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir fiðluleikari, Þórhildur Magnúsdóttir víóluleikari og Sverrir Arnórsson sellóleikari.

Anna Katrín er 18 ára fiðluleikari sem stundað hefur nám í Menntaskólanum í Tónlist og mun hefja diplómanám í fiðluleik við Listaháskóla Íslands í haust. Í sumar hefur hún unnið í Skapandi sumarstörfum í Garðabæ og eru tónleikarnir hluti af því starfi.

Aðgangur ókeypis.

Tónleikarnir á facebook

Facebooksíða Skapandi sumarstarfa í Garðabæ