• 6.11.2022, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Skapandi sunnudagur á Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 13 fer fram grafísk hönnunarsmiðja í Hönnunarsafni Íslands. Það eru nýútskrifuðu hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir sem leiða smiðjuna sem byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum sl. vor.

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 13 fer fram grafísk hönnunarsmiðja í Hönnunarsafni Íslands. Það eru nýútskrifuðu hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir sem leiða smiðjuna sem byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum sl. vor.

Katla bregður á leik með leir, makkarónur og fleira sem umbreytist í skemmtilegt letur. Jóhanna stýrir perli þar sem perluð verða nýstárleg mynstur sem unnin eru upp úr Sjónabókinni.

Sjón er sögu ríkari í þessum skemmtilegu nálgunum að grafískri hönnun, þátttaka er ókeypis og smiðjan ætluð allri fjölskyldunni.