• 2.2.2025, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Skartgripahönnun fyrir alla fjölskylduna

Gullsmiðurinn Marta Stawarowska leiðir smiðjuna.

Marta Stawarowska gullsmiður mun leiða smiðju fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafninu á Garðatorgi 1. Allir ganga skrautlegri út í skammdegið af þessari skemmtilegu smiðju enda er Marta skartgripahönnuður sem stráir glitri og töfraryki yfir hversdaginn.

Viðburðurinn er hluti af fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands sem fer fram mánaðarlega. Leiðbeinendur eru ýmist fagmenntað hönnunar- og handverksfólk sem veita gestum innsýn í sínar greinar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.