• 1.12.2018, 13:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Smástundamarkaður í Hönnunarsafninu kl. 13

  • Smástundamarkaður

Þórunn Árnadóttir mætir með öll PyroPet kertin sín í safnbúðina í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi, laugardaginn 1. desember kl. 13. Veittur verður 15% afsláttur af öllum kertum og 20% kynningarafsláttur af nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er hundur. 

Þórunn Árnadóttir mætir með öll PyroPet kertin sín í safnbúðina í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi, laugardaginn 1. desember kl. 13. Veittur verður 15% afsláttur af öllum kertum og 20% kynningarafsláttur af nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er hundur. 
Þórunn stofnaði fyrirtæki í kringum kertin árið 2014 ásamt samstarfsfélaga sínum Dan Koval og fást kertin nú í 100 verslunum í 32 löndum.

Þórunn er vöruhönnuður og hefur verið hjá okkur í Hönnunarsafninu undanfarnar vikur að vinna að nýjum kertahugmyndum í tengslum við sýningu Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Hægt er að skoða vinnuborðið hennar inni á sýningunni og skyggnast inn í vinnuaðferðir, pælingar og tilraunir vöruhönnuðarins. Verk í vinnslu geta verið svo áhugaverð.

Viðburðurinn á Facebook.