• 12.6.2020, 16:00 - 18:00, Bókasafn Garðabæjar

Spila- og púslskiptimarkaður bókasafnsins

Föstudaginn 12. júní verður spila og púslskiptimarkaður á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. 

Hægt er að koma með spil eða púsl sem situr ónotað heima, skipta við aðra á spilum eða púslum eða bara mæta tómhentur og næla sér í spil eða púsl!

Skiptimarkaðurinn verður í gangi frá kl. 16 - 18 í safninu á Garðatorgi 7.

Viðburður á fésbókarsíðu safnsins.