• 17.5.2025, 10:00, Miðgarður

Stjörnuhlaup

Hlaupið byrjar og endar við íþróttahúsið Miðgarð í Garðabæ.
Hlaupið er utanvegahlaup í Heiðmörk.

Boðið er upp á þrjár vegalengdir sem henta bæði byrjendum og reyndari hlaupurum og liggja allar hlaupaleiðirnar um fallega stíga Garðabæjar megin í Heiðmörk í einstöku landslagi og umhverfi. Stjörnuhlaup Sport24 er almenningshlaup og fyrir alla sem vilja hreyfa sig og njóta fallegrar náttúru í leiðinni.

Hlaupahópur Stjörnunnar er framkvæmdaraðili hlaupsins.

Skráning: Stjörnuhlaup Sport24 | Netskraning.is