• 18.5.2019, 11:00, Garðatorg - miðbær

Stjörnuhlaupið í Garðabæ

  • Stjörnuhlaupið

Stjörnuhlaup VHE fer fram í Garðabæ laugardaginn 18. maí kl. 11. Boðið er upp á 10 km, 5 km og 2 km skemmtiskokk.


Stjörnuhlaup VHE fer fram í Garðabæ laugardaginn 18. maí kl. 11. Boðið er upp á 10 km, 5 km og 2 km skemmtiskokk.

Hlaupið hefst kl. 11:00 frá Garðatorgi. Stjörnuhlaupið er almenningshlaup fyrir alla, konur og karla á öllum aldri. Tilvalið fyrir Garðbæinga að reima á sig skóna og þjóta um götur Garðabæjar.

Hægt að skrá sig í Stjörnuhlaupið á vefnum stjornuhlaup.is. 

Stjörnuhlaupið á facebook

Hlaupið er haldið á vegum hlaupahóps Stjörnunnar.

Lokanir og tafir á umferð vegna Stjörnuhlaupsins

Lokanir og tafir á umferð vegna Stjörnuhlaupsins í Garðabæ laugardaginn 18. maí frá kl. 10:15 12:30

Vífilsstaðavegur

Vífilsstaðavegur verður lokaður frá gatnamótum Stekkjarflöt/Bæjarbraut/Vífilsstaðarvegur
upp að Vífilsstöðum frá og með kl. 10:15 12:30.

  • Umferð verður stýrt um Flatir og Lundina.
  • Umferð frá Kirkjulundi verður lokað inn á Vífilsstaðaveg

Bæjarbraut

  • Umferð frá Hrísmóum og Krókamýri verður stýrt.
  • Umferð af Hofstaðabraut inn á Bæjarbrautina verður stýrt.
  • Umferð frá Maltakri inn á Bæjarbrautina verður stýrt.

Flatir

  • Umferð frá Brúarflöt inn á Vífilsstaðaveg verður lokað.
  • Umferð frá Stekkjarflöt inn á Vífilsstaðaveg til norðurs verður stýrt.
  • Umferð um Stekkjarflöt, Hagaflöt, Móaflöt og Brúarflöt mun verða stýrt á meðan skemmtiskokkið fer fram frá 10:45 11:30.

Hæðarbyggð og Mýrin

  • Öll umferð um Hæðarbyggð og Mýrina verður stýrt út á Bæjarbraut í vestur að Vífilsstaðavegi.
  • Hlauparar hlaupa í austur átt með Bæjarbrautinni og öll umferð á Bæjarbrautinni verður stýrt á meðan hlaupið stendur yfir.
  • Aðeins er hægt að fara austur á Bæjarbrautinni að Vífillsstaðavegi
  • Umferð um Karlabrautina að Vífilsstaðavegi verður lokað

Hnoðraholt

  • Umferð á Hnoðraholtsbrautinni mun vera stýrt sem og umferð á Vetrarbrautinni.

Gilin

  • Hlaupaleiðin liggur um Skógarhæðina og verður umferð þar lokað um tíma auk þess sem umferð um Bæjargil verður stýrt.
  • Umferð um Gilsbúð og Hæðarbraut mun einnig vera stýrt.

Lundir

  • Öll umferð í Lundunum verður stýrt í norður eftir Karlabraut að Fjölbraut eða Hofstaðbraut inn á Bæjarbrautina í vestur.

Vífilsstaðir og golfvallarsvæði

  • Umferð frá Reykjanesbraut upp að Vífilsstöðum verður stýrt og mun hafa áhrif á umferð að Golfvallarsvæði GKG auk þess sem umferð niður Vífilsstaðarveg verður lokuð
  • Umferð frá Reykjanesbraut og upp á Vífilsstaðaveg og inn í Garðabæ verður lokað.


Við óskum eftir þolinmæði og stuðningi bæjarbúa rétt á meðan hlaupið stendur yfir. Einnig hvetjum við alla þá sem þurfa að vera á ferðinni á meðan hlaupinu stendur að gera viðeigandi ráðstafanir til að lenda ekki óþægindum.
Hlaupahópur Stjörnunnar

Lokanir og tafir