• 3.9.2025, 17:15, Vídalínskirkja

Stofnfundur Sögufélags Garðabæjar

Stofnfundur Sögufélags Garðabæjar verður haldinn miðvikudaginn 3. september, í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.

Hópur áhugamanna vill nú leita eftir því að varðveita söguna og hefur ákveðið að boða til stofnunar félags um sögu Garðabæjar.

Hugmyndin með stofnun Sögufélags Garðabæjar er að skrá, varðveita og miðla sögu Garðabæjar,  jafnt þess forna og hins nýja, með fjölbreyttum, fróðlegum og skemmtilegum hætti.