Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ
Skrúðgangan frá Hofsstaðaskóla hefst klukkan 14:00.
Skrúðganga frá Hofsstaðaskóla og gengið að Miðgarði. Skátar úr Vífli munu sjá um skrúðgönguna og Blásarasveit sér um göngutakt og hressan undirleik.
Í Miðgarði verður boðið upp á skemmtidagskrá. Töframenn, andlitsmálning, hoppukastalar, veltibíll, þrautabraut og VÆB með tónlistaratriði.
Árleg kaffisala Vífils verður á efri hæð.