• 6.8.2020, 16:00 - 21:00, Garðatorg - miðbær

Sumarfjör á Garðatorgi - fellur niður

Vegna hertra samkomutakmarkana sem verða í gildi frá hádegi 31. júlí til og með 13. ágúst nk. falla viðburðir tengdir hinsegin fjöri /sumarfjöri á Garðatorgi sem átti að halda 6. og 8. ágúst nk. niður.

Fimmtudaginn 6. ágúst verður boðið uppá Sumarfjör á Garðatorgi en að þessu sinni verður dagskráin helguð Hinsegin dögum og hefst með DragStund með Starínu fyrir framan Hönnunarsafn Íslands. Dragdrottningin les og skemmtir fjölskyldunni frá 16-17 og býður uppá myndatöku og spjall í lok viðburðar. Að lokinni DragStund verða dregna fram krítar og gangstéttir skreyttar í regnbogalitum. Á milli 18 og 19 mun svo Jelena Ciric flytja tónlist frá heimalandi sínu Serbíu en með henni verður harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir.

Dagskránni lýkur með söngtónleikum sem hefjast kl. 19:30 með þeim Guðrúnu Ágústu, Tinnu Margréti og Bryndísi Ástu en þær eru nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar og fengu nýverið styrk úr Hvatningarsjóði ungra listamanna. Tónleikarnir fara fram í glerbyggingu við hlið Bónus.

Góð tilboð verða á Flatey Pizza, Mathúsi Garðabæjar og Ísbúð Huppu, opið verður til kl. 19:00 á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðabæjar. Gestir eru beðnir að virða fjarlægðarmörk og huga að sóttvörnum.

Heildardagskráin er aðgengileg hér: https://www.gardabaer.is/media/fraedsla-og-menning/Sumarfjor_heildardagskra-2020-2.pdf