• 8.8.2020, 15:00 - 17:00, Garðatorg - miðbær

Sumarfjör á Garðatorgi -fellur niður

Vegna hertra samkomutakmarkana sem verða í gildi frá hádegi 31. júlí til og með 13. ágúst nk. falla viðburðir tengdir hinsegin fjöri /sumarfjöri á Garðatorgi sem átti að halda 6. og 8. ágúst nk. niður.

Sumarfjöri á Garðatorgi lýkur laugardaginn 8. ágúst með dagskrá sem miðar að því að fagna fjölbreytileikanum. Íbúar eru hvattir til að ganga sína eigin gleðigöngu kl. 14 og skreyta með regnbogafánum. Frá klukkan 15 verður svo fjölbreytt ókeypis dagskrá á Garðatorgi. Fyrir framan Hönnunarsafnið verður regnbogasmiðja frá 15-17 og arabískt danspartí með Jallabínu verður klukkan 15 en allir geta tekið þátt í stuðinu. Klukkan 16 verður svo Húlladúllan með sirkusatriði en gestir geta líka fengið kennslu í sirkusfærni á milli kl. 15:30 og 17:00. Fatamarkaður frá Flokk till you drop verður í Hönnunarsafninu allan daginn og í lok dags eða frá klukkan 16 mun Hljómsveitin Eva leika fyrir gesti

Góð tilboð á Flatey Pizza, Mathúsi Garðabæjar og Ísbúð Huppu. Opið verður í Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðabæjar til kl. 17. Gestir eru beðnir að virða fjarlægðarmörk og huga að sóttvörnum. Stefnt er að því að dagskráin fari fram utandyra.

Heildardagskráin er aðgengileg hér:

https://www.gardabaer.is/media/fraedsla-og-menning/Sumarfjor_heildardagskra-2020-2.pdf