• 9.7.2020, 16:00 - 19:00, Garðatorg - miðbær

Sumarfjör á Garðatorgi - pappakassabúningar og tónleikaferðalag

FImmtudaginn 9. júlí verður skemmtidagskrá á Garðatorgi frá kl. 16-19 fyrir alla  fjölskylduna. Pappakassabúningar verða hannaðir og boðið verður í tónleikaferðalag með harmonikku og saxófón.

FImmtudaginn 9.  júlí verður skemmtidagskrá á Garðatorgi frá kl. 16-19.  Fyrst verða pappakassabúningar búnir til við Hönnunarsafnið, með Rakel Andrésdóttur myndlistarkonu.  Frá 17:30-18:00 flytur Aníta Rós söngkona og lagahöfundur lög á grasflöt á Garðatorgi en frá 18-19 flytja Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari og Birkir Blær saxófónleikari tónlist sem færir gesti til ólíkra landa í huganum.